Menntamál - 

23. janúar 2017

Menntadagur atvinnulífsins 2017

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Menntadagur atvinnulífsins 2017

Íslenskan verður í kastljósinu á Menntadegi atvinnulífsins 2017, fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku í dag. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Íslenskan verður í kastljósinu á Menntadegi atvinnulífsins 2017, fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku í dag. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Á menntadeginum fer fram samtal atvinnulífs, stjórnmála og háskóla um þetta brýna hagsmunamál en Samtök atvinnulífsins leggja til að allt að tveimur milljörðum króna verði varið á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar.

Boðið er upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá, ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

DAGSKRÁ KL. 8.30-10.15 

Íslensk máltækni og atvinnulífið
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Ávarp menntamálaráðherra
Kristján Þór Júlíusson.

Íslenska í stafrænum heimi
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Áhrif máltækni á rekstur og þjónustu fyrirtækja
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.

Á íslensku má alltaf finna svar
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld.

Að tala íslensku við tölvur
Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Málið og atvinnulífið
Guðfinna S. Bjarnadóttir

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017
undefined

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins. 

Menntafyrirtæki ársins 2017 verður valið ásamt Menntasprota ársins.

Fundarstjóri er Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.

Að lokinni sameiginlegri dagskrá verður boðið upp á kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

Eftir kaffihlé verður boðið upp á þrjár áhugaverðar málstofur.

undefined

MÁLSTOFUR KL. 10.45-12.15

FAGHÁSKÓLINN

 • Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent.
 • Runólfur Ágústsson, ráðgjafi mennta og menningarmálaráðuneytis.
 • Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála VR.
 • Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
 • Fundarstjóri er Pétur Reimarsson forstöðumaður hjá SA

TÆKNIÞRÓUN OG BREYTTAR ÁHERSLUR Í MENNTAMÁLUM

 • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur hjá Tröppu.
 • Ingvi Hrannar Ómarsson, Grunnskólum Skagafjarðar.
 • Ingvi Ásgeirsson og Trausti Björn Ríkharðsson hjá BL.
 • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
 • Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
 • Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 
 • Fundarstjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

HÆFNI, FRÆÐSLA OG ARÐSEMI Í FERÐAÞJÓNUSTU

 • Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
 • David Allen, framkvæmdastjóri Fólks í fyrirrúmi (e. People 1st), Skotlandi.
 • María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
 • Pallborðsumræður þar sem þátt taka Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Ásberg Jónsson, stjórnarformaður Nordic Visitor, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna -og gæðasviðs Icelandair hótela og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnámssetursins í Borgarnesi. 
 • Fundarstjóri er Óskar Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.
Umsóknarferli er lokið.


Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulífsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. 

undefined

Hægt er að horfa á Menntadag atvinnulífsins 2016 í Sjónvarpi atvinnulífsins. Icelandair hótel voru valin Menntafyrirtæki ársins 2016 og Securitas Menntasproti ársins.

Menntadagurinn 2016 í Sjónvarpi atvinnulífsins
undefined

Samtök atvinnulífsins