Vinnumarkaður - 

29. nóvember 2001

Kynjakvóti andstæður reglum EES

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynjakvóti andstæður reglum EES

Við Oslóarháskóla hafa 20 stöðugildi verið frátekin fyrir konur, í því skyni að auka hlut kvenna í starfsliði skólans. Í jafnréttisáætlun skólans fyrir árin 2000 til 2004 er gert ráð fyrir að fjölga þessum stöðum um 22. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú úrskurðað að viðkomandi lagagrein sem Oslóarháskóli byggir á stangist á við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Að sögn stofnunarinnar geta aðgerðir til að auka hlut kvenna hjá hinu opinbera, þar sem þær eru í miklum minnihluta, verið í samræmi við reglur EES. Þetta er þó háð því að reglurnar setji ekki konur sjálfkrafa og skilyrðislaust í forgang þótt umsækjendur af báðum kynjum teljist jafn hæfir, og að umsóknir séu metnar á hlutlægum forsendum sem taki mið af sérstökum eiginleikum hvers umsækjanda. Regla á borð þá norsku, þar sem umsóknir frá körlum koma ekki einu sinni til greina, samræmist ekki þessum skilyrðum að mati ESA.

Við Oslóarháskóla hafa 20 stöðugildi verið frátekin fyrir konur, í því skyni að auka hlut kvenna í starfsliði skólans. Í jafnréttisáætlun skólans fyrir árin 2000 til 2004 er gert ráð fyrir að fjölga þessum stöðum um 22. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú úrskurðað að viðkomandi lagagrein sem Oslóarháskóli byggir á stangist á við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Að sögn stofnunarinnar geta aðgerðir til að auka hlut kvenna hjá hinu opinbera, þar sem þær eru í miklum minnihluta, verið í samræmi við reglur EES. Þetta er þó háð því að reglurnar setji ekki konur sjálfkrafa og skilyrðislaust í forgang þótt umsækjendur af báðum kynjum teljist jafn hæfir, og að umsóknir séu metnar á hlutlægum forsendum sem taki mið af sérstökum eiginleikum hvers umsækjanda. Regla á borð þá norsku, þar sem umsóknir frá körlum koma ekki einu sinni til greina, samræmist ekki þessum skilyrðum að mati ESA.


Sjá nánar í fréttatilkynningu frá ESA.

 

Samtök atvinnulífsins