Vinnumarkaður - 

10. Oktober 2008

Hugað verði vel að bankafólki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hugað verði vel að bankafólki

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að vel sé hugað að fólki sem missi vinnu í bönkunum. "Við þurfum að taka utan um þetta fólk sem og aðra sem eru að missa vinnuna."

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að vel sé hugað að fólki sem missi vinnu í bönkunum. "Við þurfum að taka utan um þetta fólk sem og aðra sem eru að missa vinnuna."

Það megi ekki gerast að bankastarfsmenn séu stimplaðir sem eitthvað óráðsíufólk. "Þetta er mikið til ungt fólk, nýkomið úr skóla, og fór beint í bankana. Það er klárlega hluti af framtíð Íslands og þarf ekki á því að halda, í ofanálag að vera búið að missa vinnuna, að í þjóðfélaginu sé sá andi að það hafi staðið að einhverri óreiðu. Það hefur staðið sig vel í bönkunum, enda hafa þeir staðið vel að sínum verkefnum, og á skilið að við tökum utan um það eins og aðra sem eiga núna um sárt að binda," segir Þór.

Samtök atvinnulífsins