Vinnumarkaður - 

13. Nóvember 2008

Hlutastörf raunhæfur kostur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hlutastörf raunhæfur kostur

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Er þar verulega komið til móts við þá launamenn sem semja um lækkun starfshlutfalls og þeim gefinn kostur á mun hærri greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði en núgildandi reglur gera ráð fyrir. Samtök atvinnulífsins hafa hvatt fyrirtækin til að skoða vandlega þann kost að bjóða starfsmönnum upp á lægra starfshlutfall, þar sem því verður við komið, og draga þannig úr fjölda uppsagna.

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Er þar verulega komið til móts við þá launamenn sem semja um lækkun starfshlutfalls og þeim gefinn kostur á mun hærri greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði en núgildandi reglur gera ráð fyrir. Samtök atvinnulífsins hafa hvatt fyrirtækin til að skoða vandlega þann kost að bjóða starfsmönnum upp á lægra starfshlutfall, þar sem því verður við komið, og draga þannig úr fjölda uppsagna.

Ef vinnuveitandi og starfsmaður semja um lækkun starfshlutfalls eða starfshlutfall starfsmanns lækkar að undangenginni uppsögn þá getur starfsmaður sótt um atvinnuleysisbætur á móti. Tekjur í hlutastarfinu hafa ekki áhrif á fjárhæð atvinnuleysisbóta. Tekjutengdar bætur eru kr. 220.729 á mánuði en þó aldrei hærri en sem nemur 70% mánaðarlauna. Starfsmaður í hlutastarfi fær hlutfall fullra bóta.

Fyrstu 10 dagana frá umsókn um atvinnuleysisbætur fær starfsmaður greitt hlutfall af grunnbótum en eftir það taka við tekjutengdar atvinnuleysisbætur. Þegar starfsmaður missir starf sitt að fullu er tímalengd tekjutengdra atvinnuleysisbóta þrír mánuðir en starfsmenn í hlutastarfi taka þann rétt einungis út hlutfallslega. Maður í 50% starfi sem á 100% bótarétt getur þannig átt rétt á tekjutengdum bótum í allt að 6 mánuði. Þessar nýju reglur gilda þó ekki ef starfshlutfall er lægra en 50%.

Dæmi um greiðslur á móti lækkuði starfshlutfalli:

A: Maður er í 100% starfi og hefur kr. 250.000 í mánaðarlaun. Starfshlutfall hans lækkar í 75% og launin í kr. 187.500. Hann getur sótt um 25% bætur og eru þá tekjutendrar bætur til hans kr. 43.750 (kr. 250.000 x 70% x 25%). Laun með bótum verða þá kr. 231.250.

B: Maður er í 100% starfi og hefur kr. 400.000 í mánaðarlaun. Starfshlutfall hans lækkar í 50% og launin í kr. 200.000. Hann getur sótt um 50% bætur og eru þá tekjutendrar bætur til hans kr. 110.365 (hámarksbætur kr. 220.729 x 50%). Laun með bótum verða þá kr. 310.365.

Sjá nánar á vef Alþingis

Samtök atvinnulífsins