Samkeppnishæfni - 

08. Oktober 2012

Hagsmunir Samkeppniseftirlitsins og atvinnulífsins fara saman

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagsmunir Samkeppniseftirlitsins og atvinnulífsins fara saman

Heimir Örn Herbertsson, hæstaréttarlögmaður, tekur undir tillögur sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram í nýju riti um samkeppnismál. Heimir var meðal frummælenda á fundi SA þar sem tillögurnar voru kynntar en þar kallaði hann eftir því að Samkeppniseftirlitið standi sterkari vörð um markmið samkeppnislaga um að tryggja hagkvæma nýtingu framleiðsluþátta með eflingu virkrar samkeppni. Einnig að Samkeppniseftirlitið taki meira frumkvæði og beiti sér af meiri krafti gagnvart stjórnvöldum og löggjafanum varðandi þau skilyrði sem atvinnulífinu eru sköpuð með hagsmuni virkrar samkeppni að leiðarljósi.

Heimir Örn Herbertsson, hæstaréttarlögmaður, tekur undir tillögur sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram í nýju riti um samkeppnismál. Heimir var meðal frummælenda á fundi SA þar sem tillögurnar voru kynntar en þar kallaði hann eftir því að Samkeppniseftirlitið standi sterkari vörð um markmið samkeppnislaga um að tryggja hagkvæma nýtingu framleiðsluþátta með eflingu virkrar samkeppni. Einnig að Samkeppniseftirlitið taki meira frumkvæði og beiti sér af meiri krafti gagnvart stjórnvöldum og löggjafanum varðandi þau skilyrði sem atvinnulífinu eru sköpuð með hagsmuni virkrar samkeppni að leiðarljósi.

Í erindi sínu sagðist Heimir telja það nauðsynlegt að  Samkeppniseftirlitið beiti sér fyrir því að álitamál um samkeppnishömlur séu leyst eins og nokkur kostur er á frumstigi og til framtíðar með opnum og uppbyggilegum samskiptum við fyrirtæki. Hagsmunir Samkeppniseftirlitsins og atvinnulífsins fari saman.

Frá fundi SA um samkeppnismál 3. október 2012

Að mati Heimis mætti leysa mörg samkeppnismál með einföldum hætti ef mögulegt væri að eiga samræður við Samkeppniseftirlitið um þau álitamál sem kunni að vera uppi í stað þess að stofna til maraþonmálareksturs með tilheyrandi þyngslum og kostnaði fyrir allt og alla. Heimir benti á að erfitt gæti verið að skilgreina markaði og því mikilvægt fyrir fyrirtæki að fá leiðbeiningar frá eftirlitinu.

Þá hvatti Heimir fyrirtæki til marka sér stefnu á sviði samkeppnismála og kynna sér samkeppnislöggjöfina vel og vandlega. Samkeppnislöggjöfin væri grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið.

Sjá nánar:

Viðhorf atvinnulífsins. Samkeppnislögin og framkvæmd þeirra (PDF)

Samtök atvinnulífsins