Vinnumarkaður - 

17. október 2013

Góður tónn í kjaraviðræðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Góður tónn í kjaraviðræðum

Kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði eru hafnar en Samtök atvinnulífsins hitta þessa dagana samningsaðila einn af öðrum og ræða helstu áherslur. Í vikunni hafa SA átt fundi með Samiðn, Rafiðnaðarsambandi Íslands og VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, en viðræðulotan hófst í síðustu viku með fundi með VR. Fleiri fundir eru áformaðir.

Kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði eru hafnar en Samtök atvinnulífsins hitta þessa dagana samningsaðila einn af öðrum og ræða helstu áherslur. Í vikunni hafa SA átt fundi með Samiðn, Rafiðnaðarsambandi Íslands og VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, en viðræðulotan hófst í síðustu viku með fundi með VR. Fleiri fundir eru áformaðir.

Góður samhljómur er meðal aðila um að gerður verði stuttur kjarasamningur og hafa 12 mánuðir verið nefndir í þeim efnum. Þá eru aðilar sammála um að meginviðfangsefni kjarasamninganna verði að ná niður verðbólgu og að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar skiptir trúverðug peningamálastefna og stöðugt gengi krónunnar höfuðmáli.

Samtök atvinnulífsins kynntu áherslur sínar vegna kjarasamninganna í september en að mati SA verður höfuðmarkmið þeirra að bæta lífskjör fólks með því að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þannig sé hægt að skapa jákvæðar aðstæður í efnahagslífinu til að örva fjárfestingu umtalsvert á næstu misserum og fjölga störfum verulega á vinnumarkaði. Það sé besta leiðin til að auka kaupmátt heimilanna, efla atvinnulífið og bæta fjárhag ríkisins.

Sjá nánar stefnumörkun SA vegna kjarasamninganna

Samtök atvinnulífsins