Samkeppnishæfni - 

19. Maí 2006

Gjaldtaka Aðfangaeftirlisins dæmd ólögmæt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gjaldtaka Aðfangaeftirlisins dæmd ólögmæt

Í ársbyrjun 2003 hóf Aðfangaeftirlitið nýtt eftirlit og gjaldtöku með útfluttu fiskmjöli og lýsi. Samtök atvinnulífsins og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðanda mótmæltu strax þessu nýja eftirliti og gjaldtöku f.h. fiskmjölsframleiðanda. Ákveðið var að reka prófmál um lögmæti gjaldtökunnar gagnvart einu aðildarfyrirtæki SA. Í gær staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms þess efnis að nýtt eftirlit Aðfangaeftirlitsins (nú Landbúnaðarstofnunar) hafi ekki átt neina stoð í lögum og raunar hefði stofnunin brotið gegn skýrum ákvæðum laga um valdsvið og verkefni Fiskistofu. Sjá dóminn á vef Hæstaréttar.

Í ársbyrjun 2003 hóf Aðfangaeftirlitið nýtt eftirlit og gjaldtöku með útfluttu fiskmjöli og lýsi. Samtök atvinnulífsins og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðanda mótmæltu strax þessu nýja eftirliti og gjaldtöku f.h. fiskmjölsframleiðanda. Ákveðið var að reka prófmál um lögmæti gjaldtökunnar gagnvart einu aðildarfyrirtæki SA. Í gær staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms þess efnis að nýtt eftirlit Aðfangaeftirlitsins (nú Landbúnaðarstofnunar) hafi ekki átt neina stoð í lögum og raunar hefði stofnunin brotið gegn skýrum ákvæðum laga um valdsvið og verkefni Fiskistofu. Sjá dóminn á vef Hæstaréttar.

Samtök atvinnulífsins