Efnahagsmál - 

28. Nóvember 2008

Gjaldeyrislög færa Ísland áratugi aftur í tímann

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gjaldeyrislög færa Ísland áratugi aftur í tímann

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er afar ósáttur við nýju gjaldeyrislögin og segir í samtali við fréttastofu RÚV þau vera hræðileg. Lögin verði frekar til þess að minni gjaldeyrir komi til landsins og meiri gjaldeyrir fari út. Svona höft hafi hvergi virkað í heiminum. Lögin færi Ísland áratugi aftur í tímann og um sé að ræða dæmigerð viðbrögð sem eigi ekki að sjást við þeim vandamálum sem við er að eiga.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er afar ósáttur við nýju gjaldeyrislögin og segir í samtali við fréttastofu RÚV þau vera hræðileg. Lögin verði frekar til þess að minni gjaldeyrir komi til landsins og meiri gjaldeyrir fari út. Svona höft hafi hvergi virkað í heiminum. Lögin færi Ísland áratugi aftur í tímann og um sé að ræða dæmigerð viðbrögð sem eigi ekki að sjást við þeim vandamálum sem við er að eiga.

Á vef RÚV segir ennfremur:

Vilhjálmur segir lögin flytja okkur áratugi aftur í tímann. Svona lög ættu ekki að sjást á þessum tíma. Lög um skilaskyldu útflutningsgreina á gjaldeyri hafi ekki sést hér í áratugi og gömul lög um skilaskyldu hafi einmitt verið felld úr gildi því menn gerðu allt til þess að fara framhjá slíkri löggjöf. Lögin gera það að verkum að markmiðið að hækka gengi krónunnar verður ennþá fjarlægara.

Sjá nánar:

Hér má hlusta á viðtal RÚV við Vilhjálm

Upplýsingar um lögin á vef viðskiptaráðuneytis

Samtök atvinnulífsins