Efnahagsmál - 

04. Maí 2009

Framboð á starfsnámi verði aukið í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framboð á starfsnámi verði aukið í atvinnulífinu

"Ég held að það sé gríðarlega þýðingarmikið núna að skoða alla þessa fleti og get ekki annað sagt en að mér finnst allar hugmyndir Vinnumálastofnunar til sóma og rétt að ræða þær," segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í frétt í Morgunblaðinu í dag.

 "Ég held að það sé gríðarlega þýðingarmikið núna að skoða alla þessa fleti og get ekki annað sagt en að mér finnst allar hugmyndir Vinnumálastofnunar til sóma og rétt að ræða þær," segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Í fréttinni er vísað til orða Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem sagðist vilja sjá samstarf Vinnumálastofnunar við atvinnulífið stóraukast.

Í Morgunblaðinu í dag segir:

Hún vill að fleiri fyrirtæki fái tækifæri til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá og borga laun gegn því að fá bæturnar greiddar frá Vinnumálastofnun.

Þór neitar því ekki að hætta geti verið á því að fyrirtækjum verði mismunað þegar sum fá greiddar bætur frá ríkinu en önnur ekki. Hins vegar sé fullt tilefni til að skoða allar lausnir núna.

"Ég vildi líka skoða að partur af þessu væri að koma unga fólkinu meira í starfsnám í atvinnulífinu. Ég finn að það er áhugi hjá fyrirtækjum; þótt það sé þröngt í búi skilja menn hvað er í húfi að þessi vinnusama þjóð hafi eitthvað að gera og ég finn að það er mikill vilji."

Samtök atvinnulífsins