Fréttir - 

08. október 2015

Forseti Íslands: Nauðsynlegt að rétta umræðuna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forseti Íslands: Nauðsynlegt að rétta umræðuna

„Mér finnst tími til kominn að við förum að rétta aðeins umræðuna í áttina að því sem vel er gert, og sendum unga fólkinu á Íslandi þau skilaboð að hér er fullt fang af góðum hlutum og árangri sem þessi litla og fátæka þjóð hefur náð á einni mannsævi.“ Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, m.a. á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram.

„Mér finnst tími til kominn að við förum að rétta aðeins umræðuna í áttina að því sem vel er gert, og sendum unga fólkinu á Íslandi þau skilaboð að hér er fullt fang af góðum hlutum og árangri sem þessi litla og fátæka þjóð hefur náð á einni mannsævi.“ Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, m.a. á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram.

Ólafur sagði ánægjulegt að verða vitni að því að Íslendingum hafi tekist, þrátt fyrir að það hafi verið á brattann að sækja, að bæta svo umgengni við orkulindir landsins að aðrar þjóðir sæki hingað fyrirmyndir.

Forsetinn vék að því sem hann kallaði stemminguna í fræðasamfélaginu og fjölmiðlunum.

„Það má helst ekki tala um það sem Íslendingum hefur tekist vel.“

Hann sagði halla í áherslum en því væri mjög haldið til haga sem ábótavant er í þjóðfélaginu. Á þeim sviðum sem Íslendingum hafi tekist best upp þá sé það jafnvel afgreitt sem einhver misskilningur.

„Það er hættuleg skekkja í umræðu dagsins, hvort sem hún er í flutningi frétta, spjalli á netinu, eða í rannsóknarvali fræðasamfélagsins. Að halda ávallt til haga því sem hefur mistekist.“

Hægt er að horfa á ávarp Ólafs hér að neðan, það hefst í kjölfar stuttrar kynningar á Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins en forsetinn sýndi atvinnulífinu þann heiður að ýta þeim úr vör og afhenda í fyrsta sinn.

Ólafur sagði verðlaunin mikilvæg skilaboð til atvinnulífsins og þjóðarinnar allra að það skipti miklu máli að sýna í verki að verndun umhverfisins sé ekki aðeins efni í hátíðarræður eða verðlaun heldur nauðsynlegur þáttur í framförum okkar, velsæld og orðspori í veröldinni.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Samtök atvinnulífsins