Fréttir - 

08. ágúst 2015

Fögnum fjölbreytileikanum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fögnum fjölbreytileikanum

Í dag fer fram gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni. Fjölbreytileiki gerir lífið skemmtilegra og það sama á við um atvinnulífið. Án fjölbreytni væri atvinnulífið einsleitt og máttlítið en sem betur fer er íslenskt atvinnulíf litríkt og mun vonandi dafna vel á næstu árum. Samtök atvinnulífsins fagna fjölbreytileikanum.Til hamingju með daginn!

Í dag fer fram gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni. Fjölbreytileiki gerir lífið skemmtilegra og það sama á við um atvinnulífið. Án fjölbreytni væri atvinnulífið einsleitt og máttlítið en sem betur fer er íslenskt atvinnulíf litríkt og mun vonandi dafna vel á næstu árum. Samtök atvinnulífsins fagna fjölbreytileikanum.Til hamingju með daginn!

Samtök atvinnulífsins