Efnahagsmál - 

06. nóvember 2009

Er að marka fjárlög?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Er að marka fjárlög?

Samtök atvinnulífsins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið efna til opinnar ráðstefnu þriðjudaginn 17. nóvember um opinber fjármál. Fjallað verður á ítarlegan hátt um framkvæmd fjárlaga og hvernig markmiðum þeirra verður náð árið 2010. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13:30-17:00.

Samtök atvinnulífsins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið efna til opinnar ráðstefnu þriðjudaginn 17. nóvember um opinber fjármál. Fjallað verður á ítarlegan hátt um framkvæmd fjárlaga og hvernig markmiðum þeirra verður náð árið 2010. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13:30-17:00.

Meðal þeirra sem flytja ávarp á ráðstefnunni er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Fjöldi sérfróðra aðila mun stíga á stokk og leita svara við því hvað sé að marka fjárlög íslenska ríkisins.

Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri og fyrrverandi skrifstofustjóri fjarlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins mun m.a. fjalla um framkvæmd fjárlaga. Þá munu tveir fyrrverandi formenn fjárlaganefndar Alþingis taka þátt í pallborðsumræðum, þeir Magnús Stefánsson og Gunnar Svavarsson, ásamt Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1 og Sigrúnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Flugstoðum ohf.

Einnig taka þátt Björn Zoega forstjóri LSH, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Arnar Þór Másson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu.

Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

DAGSKRÁ MÁ NÁLGAST HÉR (PDF)

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

Samtök atvinnulífsins