Efnahagsmál - 

07. Maí 2009

Enginn ráðinn og ekkert fjárfest vegna ofurvaxta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Enginn ráðinn og ekkert fjárfest vegna ofurvaxta

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fyrirtæki þori hvorki að fjárfesta né ráða til sín fólk vegna himinhárra vaxta. "Í stað þess að lækka vexti um 2,5 prósentur ættu stýrivextirnir að vera 2,5 prósent," segir Vilhjálmur. Um mikið fall á gengi krónunnar sem myndi fylgja slíkri lækkun telur Vilhjálmur að þau áhrif yrðu tímabundin og jákvæð til lengri tíma.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fyrirtæki þori hvorki að fjárfesta né ráða til sín fólk vegna himinhárra vaxta.  "Í stað þess að lækka vexti um 2,5 prósentur ættu stýrivextirnir að vera 2,5 prósent," segir Vilhjálmur. Um mikið fall á gengi krónunnar sem myndi fylgja slíkri lækkun telur Vilhjálmur að þau áhrif yrðu tímabundin og jákvæð til lengri tíma.

"Það sem skiptir máli er hvort við höfum langtímasýn á það sem er að gerast í atvinnulífinu og hvort við höfum trú á framtíðina. En með þessum háu stýrivöxtum og gjaldeyrishöftunum erum við alltaf að hjakka í sama farinu. Vandamálin hanga yfir okkur og það gerist ekki neitt," segir Vilhjálmur.

Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi einnig við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem segir háa vexti halda uppi verðlagi.

Sjá nánar:

Frétt Stöðvar 2 um himinháa íslenska stýrivexti

Samtök atvinnulífsins