Vinnumarkaður - 

15. Oktober 2001

Eftirspurn eftir vinnuafli minnkar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eftirspurn eftir vinnuafli minnkar

Samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í september fer eftirspurn eftir vinnuafli minnkandi. Þetta er önnur könnun stofnunarinnar á þessu ári sem sýnir að atvinnurekendur vilja fækka við sig starfsfólki. Samtals vildu atvinnurekendur fækka við sig um 230 manns á landinu öllu, eða um 0,3% af vinnuaflinu. Í samanburði við atvinnukönnunina á sama tíma í fyrra er breytingin veruleg, en þá vildu atvinnurekendur fjölga um tæplega 700 manns á landinu öllu. Þegar litið er á landið í heild þá er enn skortur á fólki í byggingariðnaði sem nemur 0,5% af mannafla að meðaltali. Í verslun, iðnaði og samgöngum vildu atvinnurekendur fækka við sig. Atvinnukönnunin sýnir að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn á vinnumarkaði, eða um rúmlega 3,0%.

Samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í september fer eftirspurn eftir vinnuafli minnkandi. Þetta er önnur könnun stofnunarinnar á þessu ári sem sýnir að atvinnurekendur vilja fækka við sig starfsfólki. Samtals vildu atvinnurekendur fækka við sig um 230 manns á landinu öllu, eða um 0,3% af vinnuaflinu. Í samanburði við atvinnukönnunina á sama tíma í fyrra er breytingin veruleg, en þá vildu atvinnurekendur fjölga um tæplega 700 manns á landinu öllu. Þegar litið er á landið í heild þá er enn skortur á fólki í byggingariðnaði sem nemur 0,5% af mannafla að meðaltali. Í verslun, iðnaði og samgöngum vildu atvinnurekendur fækka við sig. Atvinnukönnunin sýnir að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn á vinnumarkaði, eða um rúmlega 3,0%.

Sjá nánar á vef Þjóðhagsstofnunar.

Samtök atvinnulífsins