04. mars 2022

Dagleg samskipti vegna innrásar í Úkraínu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Dagleg samskipti vegna innrásar í Úkraínu

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð um heim allan og íslensk stjórnvöld hafa tekið undir allar pólitískar yfirlýsingar um þvingunaraðgerðir á hendur Rússum í samræmi við Evrópusambandsríki. Áhrif þessara aðgerða hafa þegar haft veruleg neikvæð áhrif í Rússlandi, eins og þeim var ætlað. Ljóst er að fjöldi íslenskra fyrirtækja á hagsmuna að gæta, bæði í Rússlandi sem og Úkraínu eða nærliggjandi löndum, sem flest hafa orðið fyrir áhrifum af stríðsrekstri Rússa.

SA ásamt fleiri fulltrúum atvinnulífsins eru í nánu samtali við Utanríkisráðuneytið í tengslum við áhrif stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Þannig eru samtökin í daglegum samskiptum við ráðuneytið er varðar viðskiptatengd málefni sem geta komið upp vegna innrásarinnar. Einnig funda aðilar reglulega og skiptast á upplýsingum. Þá hefur framkvæmdastjórn SA fundað með ráðuneytisstjóra vegna málsins.

Utanríkisráðuneytið hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu vegna málsins sem má nálgast hér.

Global Compact og Mannúðarskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna hefur tekið saman bækling um veruleikann í Úkraínu og hvað fyrirtæki geta gert.

Samtök atvinnulífsins