Vinnumarkaður - 

05. Desember 2008

Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun komið út

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun komið út

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út Gátt - ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun fyrir árið 2008. Í ritinu er lögð áhersla á gæði fullorðinsfræðslu. Í ávarpi Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur, formanns FA, segir að FA hafi brugðist við efnahagsþrengingum þegar í október með myndun samráðshóps þeirra sem komi að fullorðinsfræðslu á vinnumarkaði. Stefnt sé að því að tryggja viðeigandi og fjölbreytt námsframboð fyrir þá sem vilja mennta sig frekar eða til annarra starfa, auk áframhaldandi öflugrar náms- og starfsráðgjafar.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út Gátt - ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun fyrir árið 2008. Í ritinu er lögð áhersla á gæði fullorðinsfræðslu. Í ávarpi Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur, formanns FA, segir að FA hafi brugðist við efnahagsþrengingum þegar í október með myndun samráðshóps þeirra sem komi að fullorðinsfræðslu á vinnumarkaði. Stefnt sé að því að tryggja viðeigandi og fjölbreytt námsframboð fyrir þá sem vilja mennta sig frekar eða til annarra starfa, auk áframhaldandi öflugrar náms- og starfsráðgjafar.

Gátt má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ásamt umfjöllun um aðalfund samtakanna sem fór nýverið fram. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er nú á sjötta starfsári en FA var stofnuð af SA og ASÍ í árslok 2002. Starfsemin byggir á þjónustusamningi sem SA og ASÍ gera við menntamálaráðuneytið.

Sjá nánar:

Rafræn útgáfa af Gátt á vef FA

Umfjöllun um ársfund FA

Samtök atvinnulífsins