Efnahagsmál - 

11. febrúar 2008

Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mikilvæg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mikilvæg

Kjaraviðræður sem nú standa yfir eru á jákvæðum nótum. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram vinnuskjal vegna samninga við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í Morgunblaðinu í dag að um sé að ræða grundvallarskjal sem hægt verði að vinna út frá. "Svo fæðast sams konar skjöl fyrir aðra hópa, einn af öðrum. Svo þarf eitthvað að stoppa í þetta eins og gengur, en þetta er allt á jákvæðum nótum," segir Vilhjálmur og bætir við að ef allt gangi vel gætu samningar náðst í þessari viku, en áfram verður fundað í dag. Þá ræða SA við Alþýðusambandið, Samiðn og Rafiðnaðarsambandið.

Kjaraviðræður sem nú standa yfir eru á jákvæðum nótum. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram vinnuskjal vegna samninga við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í Morgunblaðinu í dag að um sé að ræða grundvallarskjal sem hægt verði að vinna út frá. "Svo fæðast sams konar skjöl fyrir aðra hópa, einn af öðrum. Svo þarf eitthvað að stoppa í þetta eins og gengur, en þetta er allt á jákvæðum nótum," segir Vilhjálmur og bætir við að ef  allt gangi vel gætu samningar náðst í þessari viku, en áfram verður fundað í dag. Þá ræða SA við Alþýðusambandið, Samiðn og Rafiðnaðarsambandið.

Í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur að jafnframt þurfi að ræða aðkomu stjórnvalda að samningunum - hún sé nauðsynleg. Þar megi nefna nokkur atriði eins og að hið opinbera hækki ekki laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist í almennum kjarasamningum. "Ef ríkið fer langt fram úr okkur, brýtur það niður allt sem við erum að gera. Þá skiptir vaxta- og peningastefnan miklu máli, en það verður að segjast eins og er að eins og þessi stefna er nú, nær hún því ekki einu sinni að geta talist slæmur brandari. Með því að halda vöxtum svona háum án þess að það skili nokkrum árangri erum við að stimpla okkur sem hálfgerða vandræðaþjóð. Vextirnir eru alltof háir og algjör óþarfi að halda þeim svona uppi. Vaxtahækkanirnar byrjuðu 2004 og nú fjórum árum seinna hafa þær nánast engu skilað. Verðbólga er til dæmis mjög svipuð nú og þá, en vextir nærri 10 prósentustigum hærri."  

Vilhjálmur nefnir einnig atvinnumálin. Atvinnuástand gæti orðið erfitt næsta haust og þá sé nauðsynlegt að stjórnvöld verði tilbúin með aðgerðir til að svara því. Þá sé einnig nauðsynlegt að greiða fyrir fjárfestingum í stóriðju.

Samtök atvinnulífsins