Vinnumarkaðsvefur

Spurt og svarað

Hér má sjá algengar spurningar og svör um þá kjarasamninga SA 2024-2028 sem hafa verið undirritaðir; við SGS, Eflingu, Samiðn, RSÍ, VM, Matvís, Grafíu og VR/LÍV.

Kynning á Stöðugleikasamningnum 2024 - 2028

Síðan er uppfærð jafnóðum og undirritun er afstaðin. Enn á eftir að semja við fjölmörg stéttarfélög á almennum vinnumarkaði, svo sem Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna, Blaðamannafélag Íslands, SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samband stjórnendafélaga, auk þess sem tugum sérkjarasamninga fyrirtækja er ólokið.