Vinnumarkaðsvefur

Kjarasamningar 2024 - 2028

Spurt og svarað um nýja kjarasamninga (sa.is)

Samtök atvinnulífsins hafa nú gert nýja kjarasamninga við öll aðildarfélög SGS, ásamt Eflingu, VR, LÍV, Samiðn, RSÍ, VM. Matvís og Grafíu. Á dögunum náðust einnig samningar við VR/LÍV. Samningarnir gilda allir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Samninga og hlekki á kynningarefni má nálgast hér að neðan.

Kaupgjaldsskrá SA er að finna hér en þar má nálgast gildandi launataxta kjarasamninga.

Launabreytingar SGS, Eflingar, Samiðnar, RSÍ, VM, Matvís, Grafíu, VR og LÍV eru sem hér segir:

1. Laun starfsfólks taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki, nema annað leiði af launatöflum sem fylgja kjarasamningunum, sjá í kaupgjaldsskrá hér að ofan vegna 2024.

1. febrúar 2024: 3,25% en þó að lágmarki kr. 23.750
1. janúar 2025: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750
1. janúar 2026: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750
1. janúar 2027 : 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750

2. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka sem hér segir, nema um annað hafi verið samið: um 3,25% 1. febrúar 2024 og um 3,50% 1. janúar árin 2025, 2026 og 2027:

1. febrúar 2024: 3,25%
1. janúar 2025: 3,50%
1. janúar 2026: 3,50%
1. janúar 2027 : 3,50%

Kynningar:
Stöðugleikasamningurinn 2024-2028

Kynning á Stöðugleikasamningnum 2024-2028 vegna ferðaþjónustu

Vinnumarkaðssvið Samtaka atvinnulífsins svarar fyrirspurnum aðildarfyrirtækja um framkvæmd samninganna í síma 591 0000 og á vinnumarkadssvidsa@sa.is.

Spurt og svarað um nýja kjarasamninga