15. janúar 2024

Skattadagurinn 2024

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattadagurinn 2024

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins var haldinn í 21. sinn í liðinni viku, en dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn og Heiðrún Björk Gísladóttir, lögmaður á málefnasviði SA sá um fundarstjórn. Auk ráðherra flutti fjöldi gesta áhugaverð erindi á fundinum.

Haraldur Ingi Birgisson, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal, fór yfir helstu fréttir af skattalagabreytingum og skattframkvæmd. Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, fjallaði um erlenda fjárfestingu. Þá fjallaði Guðbjörg Þorsteinsdóttir, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal, um mikilvægi þess að mörkuð yrði stefna varðandi umhverfisskatta og grænar ívilnanir. Að lokum varpaði Mara Guðjónsdóttir fram þeirri spurningu hvort fyrirsjáanleiki væri til staðar í álagningu opinberra gjalda.

Myndir frá Skattadeginum 2024

Samtök atvinnulífsins