Rekstrarráðgjöf

Sterkur rekstrargrunnur

Rekstrarráðgjafi svarar almennum spurningum um rekstur, aðstoðar félagsmenn við að greina og styrkja rekstur sinn með því að fara yfir lykilþætti hans, styrkleika og veikleika. Í framhaldi geta félagsmenn fengið aðstoð við gerð rekstrarúttektar. Eins er hægt að fá aðstoð við innleiðingu úrbóta í rekstri.

Sýna fram á sterkan rekstrargrunn og framtíðarsýn

Aldrei sem fyrr reynir nú á að fyrirtæki geti sýnt fram á rekstrarhæfi sitt þegar áhrif kórónuveirunnar eru liðin hjá. Fyrirtæki þurfa að geta sýnt fram á stöðu rekstrar og framtíðarsýn með skýrum hætti og að rekstrargrundvöllur þeirra sé sterkur að öðru leyti.

Aðgangur að rekstrarráðgjöf

Rekstrarráðgjafi svarar almennum spurningum félagsmanna um rekstur sem og aðstoðar félagsmenn við rekstrargreiningu og endurskipulagningu.

Hvað segja
félagsmenn SA?

Ingibjörg Björnsdóttir, lögmaður og rekstrarráðgjafi SA

Rekstrarráðgjafi SA

Rekstrarráðgjafi SA er Ingibjörg Björnsdóttir lögmaður og viðurkenndur bókari en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að fá rekstrarráðgjöf geta bókað tíma hér að neðan.

Bókaðu rekstrarráðgjöf og fáðu aðstoð við rekstrargreiningu og endurskipulagningu þíns fyrirtækis.