27. janúar 2022
Vinnutímastytting iðnaðarmanna 2022
1 MIN
Vinnutímastytting iðnaðarmanna 2022
Iðnaðarmenn eiga rétt á vinnutímastyttingu sem getur tekið gildi í janúar 2022. Virkur vinnutími á viku verður þá 36 klst. og 15 mín. (36,25 klst.).
Með iðnaðarmönnum er hér átt við einstaklinga sem starfa skv. kjarasamningum SA við Samiðn, RSÍ, VM, MATVÍS, Félag hársnyrtisveina og Grafíu. Fjallað er um vinnutímastyttinguna í 5. kafla kjarasamninganna.
Kjarasamningar SA frá 2019 hafa að geyma mismunandi ákvæði um vinnutímastyttingu, eins og nánar er rakið hér á vefnum. Hvað iðnaðarmenn varðar eru tveir möguleikar í boði skv. kjarasamningi:
a) Að semja á grundvelli 5. kafla kjarasamnings um niðurfellingu formlegra kaffitíma með það að markmiði að bæta nýtingu vinnutíma. Hlutdeild starfsmanna í ávinningi er stytting virks vinnutíma á viku í 36 klst.
b) Þar sem ekki hefur verið gert samkomulag skv. a) lið og kaffitímar eru og verða teknir, eiga starfsmenn þess kost að stytta dagvinnuvikuna í 36 klst. og 15 mín. Deilitala dagvinnutímakaups verður þá 157,08.
Ítarlega er fjallað um framkvæmd þessarar vinnutímastyttingar hér á vefnum.
Í einhverjum tilvikum hafa atvinnurekendur ekki innleitt "virkan vinnutíma" og greiða áfram kaffitímana. Þarf þá að reikna sérstaklega nýjar deilitölur dagvinnutímakaups samhliða vinnutímastyttingunni en nálgast má mismunandi deilitölur í efni tengdu viðkomandi kjarasamningi hér á kjarasamningasíðu vefsins.