Taktu tvær

Verum vakandi og vörumst netglæpi

Netglæpir kosta samfélagið hundruð milljóna króna á ári. Allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum; einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og opinberar stofnanir.

Þess vegna er alltaf gott að taka tvær, hugsa sig um til að verjast stafrænum svikum og glæpum.

Nánar um vandamálið

Vandamálið

Tökum tvær og vörumst netglæpi

Glæpamenn eru sérfræðingar í að herma eftir fólki, samtökum og lögreglu. Þeir eyða löngum tíma í að finna veikleika og misnota ályktanir þínar og traust á hárréttu augnabliki.

Vertu á varðbergi og taktu tvær mínútur. Það gæti verndað þig og peningana þína.

Sjá algengustu tegundir netsvindla

Umfang

Netglæpir hafa kostað samfélagið yfir 1,5 milljarða frá 2017

Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, og stofnanir verða fyrir allt að 300 milljóna kr. tjóni af völdum netglæpa og svika á hverju ári. Þessi fjárhæð er einungis tjón sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Því má gera ráð fyrir að tjónið sem umtalsvert meira.

Besta leiðin til að sporna við slíkum svikum, svindli og glæpum er að auka vitund og koma sér upp góðum venjum.

600 m. kr.

tap fyrir einstaklinga.

900 m. kr.

tap fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

Netsvindl

Algengustu tegundir netsvik

Almenn ráð

Hvernig verst ég netglæpum?

Taktu tvær og hugsaðu þig um

Netglæpir byggja á því að misnota traust fólks og svíkja af því fjármuni, aðgang eða upplýsingar. Helsta vörnin er að treysta ekki í blindni og bregðast ekki strax við fyrirmælum sem við fáum send. Sama hver aðgerðin er þá borgar sig alltaf að staldra við, taka tvær og fara í gegnum nokkur skref áður en ákvarðanir eru teknar varðandi háar fjárhæðir og viðkvæmar upplýsingar:

  • Skoðaðu vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð?
  • Sannreyndu greiðsluupplýsingar. Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Er hún að fara á réttan stað?
  • Hafðu samband við fyrirtæki eða stofnanir ef að vafi kviknar. Eitt símtal getur sparað þér háar fjárhæðir.
  • Er líklegt að einstaklingurinn, fyrirtækið eða stofnunin hafi samband við þig með þeim aðferðum sem um ræðir?
  • Taktu tvær mínútur og veltu fyrir þér: Er tilboðið of gott til að vera satt?

Hjálp

Hvað geri ég ef ég verð fyrir netsvikum?

Netsvik verða æ algengari og netsvikarar reiða sig á að fórnarlömbin annað hvort átti sig ekki á því að á þeim hefur verið svindlað eða skammist sín þegar þau verða fyrir svikum. Ef að þú verður fyrir svikum er engin ástæða til að upplifa skömm eða að hylja yfir glæpina með netsvikurunum. Þú getur hjálpað næsta fórnarlambi og jafnvel komið í veg fyrir frekari skaða með nokkrum einföldum skrefum.

Ef að þú verður fyrir svikum er best að fylgja þessum skrefum:

  • Ef kortanúmeri hefur verið stolið skal frysta kortið strax
  • Hafa strax samband við viðskiptabanka í gegnum tölvupóst, síma eða messenger
  • Tilkynna glæp til lögreglu á abendingar@lrh.is eða á messenger Lögreglunnar.
  • Hafa samband við aðra tengda svikunum og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.