Taktu tvær

Verum upplýst og stöðvum netglæpi

Umfang netglæpa hefur farið sívaxandi og tapið sem bæði einstaklingar og fyrirtæki verða fyrir verður sífellt meira.

Þess vegna er alltaf gott að taka tvær, hugsa sig um og stöðva svindl og glæpi.

Nánar um vandamálið

Vandamálið

Tökum tvær og stöðvum netglæpi

Glæpamenn eru sérfræðingar í að herma eftir fólki, samtökum og lögreglu. Þeir eyða klukkutímum í að rannsaka þig í von um að finna veikleika og misnota ályktanir þínar og traust á hárréttu augnabliki.

Vertu var um þig og taktu tvær. Það gæti verndað þig og peningana þína.

Sjá algengustu tegundir netsvindla

Umfang

Netglæpir hafa kostað samfélagið 1.5 milljarða frá 2017

Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, og önnur embætti verða fyrir allt að 300 milljóna kr tjóni af völdum netglæpa og svindla á hverju ári.

Besta leiðin til að sporna við slíkum svindlum, svikum og glæpum er að auka vitund og koma sér upp góðum venjum.

600 m. kr.

tap fyrir einstaklinga.

900 m. kr.

tap fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

Almenn ráð

Hvernig verst ég netglæpum og svindlum?

Taktu tvær og hugsaðu þig um

Hver netglæpur er einstakur að sínu leyti en aðferðirnar byggja á sama grundvelli; að misnota traust hins almenna borgara og svíkja af honum peninga, aðgang eða upplýsingar. Helsta vörnin er einmitt að treysta ekki í blindni og breyta hegðun í samræmi við það. Sama hver aðgerðin er þá borgar sig alltaf að taka tvær og taka eftirfarandi skref áður en ákvarðanir eru teknar eru ákvarðanir varðandi háar fjárhæðir og viðkvæmar upplýsingar:

Skoða vefslóð í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Virðist slóðin traust? Eru nöfn eða skref rétt skrifuð?

  • Sannreyna og stemma greiðslu upplýsingar. Er þetta upphæðin sem þú bjóst við? Er hún í réttum gjaldmiðli? Er hún að fara á réttan stað?
  • Hafa samband við aðila, fyrirtæki eða stofnanir ef að vafi kviknar. Eitt símtal getur bjargað talsverðum fjármunum.
  • Hugaðu að því hvort það sé sennilegt að einstaklingurinn, fyrirtækið eða stofnunin hafi samband með þeim aðferðum sem um ræðir.
  • Taktu tvær og veltu fyrir þér: Er tilboðið of gott til að vera satt?