Samtaka sigrumst við á verðbólgunni

Hátt vaxtastig hefur íþyngjandi áhrif á heimilin og fyrirtækin í landinu. Vextir hækka hins vegar ekki í tómarúmi heldur eru þeir viðbrögð við efnahagslegum óstöðugleika sem leitt hefur til verðbólgu. Til þess að ná megi tökum á verðbólgunni, og þar af leiðandi lækka vexti, þurfa allir hlutaðeigandi að rísa undir sinni ábyrgð og vera samtaka. Samtök atvinnulífsins upplifðu mikinn einhug varðandi leiðina að verðstöðugleika og bættum lífskjörum í hringferð sinni um landið og í könnun sem lögð var fyrir almenning og atvinnurekendur á haustmánuðum. Leiðin er skýr - samtaka sigrumst við á verðbólgunni.

„Stærsta kjarabótin fyrir mig kæmi með minni verðbólgu og lægri vöxtum, auðvitað.“
Horfa
„Ísland er paradís á svo ótrúlega marga mælikvarða, þótt það megi auðvitað bæta fullt.“
Horfa

Mikilvægasta verkefni komandi mánaða eru kjarasamningar. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif með samningum sín á milli og lagt þannig sitt af mörkum til efnahagslegs stöðugleika komandi ára. Horfa þarf fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt.

Kaupmáttur hér á landi hefur aukist meira en á hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir meiri verðbólgu. Það orsakast af því að verðmætasköpun hefur verið meiri hér á landi. Eðli málsins samkvæmt gefur það okkur meira svigrúm til launahækkana en nágrannaþjóðir okkar. Aftur á móti hefur verið samið um launahækkanir langt umfram það svigrúm sem verðmætasköpun hefur gefið tilefni til.

Ef okkur tekst að ná tökum á verðbólgunni og vextir lækka um eitt prósentustig, þá skilar það 33 þúsund krónum í vasa heimilis með 40 milljóna króna húsnæðislán. Það sem meira máli skiptir er að þegar verðbólgan loks hættir að bíta mun meira fást fyrir minna. Það væri sannanlega allra hagur.

Gallup könnun

Hvað ber í milli?
Skoða niðurstöður

Hringferð SA

Mikill samhljómur í kringum landið
Niðurstöður hringferðar