„Það þarf að vera liðsheild og samstaða, og það þarf að vera vinátta þannig að fólki líði vel.“

„Það þarf að vera liðsheild og samstaða, og það þarf að vera vinátta þannig að fólki líði vel.“

Stefán í GJ Travel

„Það er ekki nóg að teikna bara einhver skipurit og setja fólk í einhverja kassa og inn í einhverjar skrifstofur og í einhverjar tölvur. Það þarf að vera liðsheild og það það þarf að vera samstaða og það þarf að vera vinátta, þannig að fólki líði vel.“

Fjölskyldufyrirtækið GJ TRAVEL hefur verið starfrækt í yfir 90 ár. Upphafsmaður þess var Guðmundur Jónasson, sem vann mikið brautryðjendastarf með hálendisferðum í árdaga ferðamennsku á Íslandi. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar, og nú tekur fyrirtækið á móti miklum fjölda erlendra ferðamanna og býður upp á fjölbreyttar ferðir innanlands og erlendis.

----

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.