„Þetta gerðum við bara með viljann að vopni sko.“

„Þetta gerðum við bara með viljann að vopni sko.“

Viðar Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir hjá Fiskvinnsla VE - Narfi.

„Það er mikilvægt fyrir okkur sem erum að reka fyrirtæki að geta haldið fólki sem lengst, vegna þess að það er búið að temja sér ákveðna verkkunnáttu – það er mikill fjársjóður í svona fólki.“

Hjónin Viðar Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir búa í Vestmannaeyjum og gera þar út bátinn Narfa. Aðspurður segir Viðar alltaf hafa séð fyrir sér að starfa í sjávarútvegi en ekki getað farið á sjó vegna anna í fótboltanum. Þau hjónin hafi hins vegar slegið til árið 1994 og keypt Narfa þegar þau sáu hann auglýstan til sölu, og seinna stofnað Fiskvinnsluna VE. Samstarfið hafi ætið gengið vel, þótt þau hafi leitað hjálpar hjá allra fjölskyldunni við að koma fyrirtækinu á legg.

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.