„Ég verð einhvern tímann að komast til Íslands.“

„Ég verð einhvern tímann að komast til Íslands.“

Evelyn Ýr hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Lýtingsstaðir.

„Eftir að ferðaþjónustan fór að ganga svona rosalega eftir 2010 upplifði ég að það var eiginlega erfiðara að halda áfram að kynna sig. Það voru alls staðar komnar hestaleigur og hestaferðir og þurftum við að finna okkur sérstöðu. Ég held að sérstaðan sé lykill að því að fyrirtækinu gangi vel.“

Evelyn Ýr rekur fjölskyldufyrirtækið Lýtingsstaðir í Skagafirði með manninum sínum Sveini og syni þeirra Júlíusi Guðna. Þau bjóða upp á persónulegar hestaferðir ásamt gistingu og sveitaheimsóknum. Evelyn er frá Austur-Þýskalandi og kynntist sögunum um Nonna og Manna í grunnskóla, þar sem hún sá íslenska hestinn í fyrsta skipti. Upp frá því dreymdi hana um að flytja til Íslands í hestamennsku, sem varð að veruleika árið 1995 þegar hún flutti á Lýtingsstaði. Hún og fjölskyldan hennar hafa rekið ferðaþjónustufyrirtækið frá bæjardyrunum síðan árið 2000.

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.