Fræðslufundur með VIRK
Fimmtudaginn 13. nóvember sl. fór fram vel heppnaður fundur með þeim Vigdísi Jónsdóttir, forstjóra VIRK og Guðrúnu Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs VIRK. Þær fóru yfir tæki og tól sem atvinnurekendur geta nýtt sér til að skapa umhverfi sem er til þess fallið að stuðla að vellíðan í vinnu og draga úr veikindafjarvistum með félagsmönnum SA.