1 MIN
Kjarasamningar útskýrðir fyrir stjórnendum í ferðaþjónustu
Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir tveimur sérsniðnum fræðslunámskeiðum um kjarasamninga í ferðaþjónustu á næstu dögum. Námskeiðin eru sérstaklega ætluð þeim sem bera ábyrgð á ráðningum og starfsmannamálum – stjórnendum, rekstraraðilum og mannauðsfólki í greininni.
Fræðslunámskeið um kjarasamning leiðsögumanna
14. maí kl. 9:00 - 10:30
Fyrra námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00–10:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, en einnig verður í boði að taka þátt í gegnum Zoom.
Á námskeiðinu fer Guðmundur H. Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, yfir helstu atriði kjarasamnings leiðsögumanna og þau málefni sem launagreiðendur þurfa að hafa í huga. Fjallað verður m.a. um:
- ráðningarsamninga og ráðningarferli,
- réttindi í veikindum og orlof,
- uppsagnir og starfslok.
Að lokinni yfirferð verður opið fyrir spurningar frá þátttakendum.
Fræðslunámskeið um kjarasamninga í ferðaþjónustu
19. maí kl. 14:00 - 16:00
Seinna námskeiðið verður haldið sunnudaginn 19. maí kl. 14:00–16:00, einnig í Hyl í Húsi atvinnulífsins og á Zoom.
Lögmenn SA munu þar kynna helstu atriði kjarasamninga sem gilda um starfsfólk í ferðaþjónustu. Fjallað verður um samninga SA við:
- Eflingu og Starfsgreinasambandið (almenn störf í ferðaþjónustu),
- VR (gestamóttaka og afþreyingarfyrirtæki),
- Matvís (matreiðslumenn og faglærðir þjónar).
Námskeiðið spannar hagnýt atriði allt frá ráðningum til starfsloka og veitir góða innsýn í skyldur og réttindi samkvæmt kjarasamningum. Einnig verður gefinn tími fyrir spurningar.
Við hvetjum öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að senda forystufólk og þá sem koma að ráðningum og launamálum á þessi gagnlegu námskeið. Góð þekking á kjaramálum styrkir bæði rekstur og starfsumhverfi.