1 MIN
Heimsmarkmiðasjóður Sameinuðu þjóðanna
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar
Utanrikisráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins.
Tilgangur sjóðsins er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með þvi að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þróunarlöndum. Um leið gefst fyrirtækjum tækifæri til að efla samkeppnishæfni sína á þessum framtíðar mörkuðum.
Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að kynjajafnrétti og að jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum.
Núverandi umsóknarfrestur er til 3. febrúar. Næstu umsóknarfrestir verða 3. mai og 3. október.
Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér , fyrirspurnir um sjóðinn má þá senda á atvinnulifssjodur@utn.is. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér sjóðinn.
