1 MIN
Aukið hlutverk einkageirans í t.d. heilbrigðiskerfinu
Nýleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er á heildina litið fremur jákvæð um þróun efnahagsmála Íslandi. Margt fróðlegt er að finna í umfjöllun framkvæmdastjórnar sjóðsins, m.a. um aukið hlutverk einkageirans og um launaþróun opinberra starfsmanna.
Nýleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er á heildina litið fremur jákvæð um þróun efnahagsmála Íslandi. Margt fróðlegt er að finna í umfjöllun framkvæmdastjórnar sjóðsins, m.a. um aukið hlutverk einkageirans og um launaþróun opinberra starfsmanna.
Aukið hlutverk einkageirans í t.d. heilbrigðis- og  menntakerfi
  Þannig studdu framkvæmdastjórarnir viðleitni til endurbóta á  skattkerfinu í því skyni að örva sparnað og lágmarka efnahagslega  bjögun, samhliða því að færa skattlagningu fyrirtækja nær því sem  tíðkast alþjóðlega. Þeir fögnuðu jafnframt endurvakningu  einkavæðingarferlisins sem og ákvörðun þess efnis að halda áfram að  verja söluandvirðinu einkum til lækkunar skulda. Yfirvöld eru hvött  til að taka upp sveigjanlegri aðferðir við gerð kjarasamninga  þannig að betur verði unnt að endurspegla mismunandi framleiðni í  launakjörum. Flestir framkvæmdastjóranna lögðu einnig til að  stjórnvöld íhuguðu að auka hlutverk einkageirans við veitingu  opinberrar þjónustu, svo sem í heilbrigðis- og menntakerfinu.
Aukið aðhald í opinberum útgjöldum
  Framkvæmdastjórarnir voru sammála því að opinber fjármál  og áætlanir stjórnvalda til meðallangs tíma væru í aðalatriðum  traust, en þeir lýstu áhyggjum yfir þeim skorti á aðhaldi í  útgjöldum sem hefði átt sér stað á undanförnum árum. Þeir lýstu  stuðningi við áform stjórnvalda að reka ríkissjóð fljótlega með  hóflegum afgangi og minnka skuldir hans, í því augnamiði að koma  upp nauðsynlegum vörnum gegn ytri áföllum. Þeir lögðu til, með það  fyrir augum að ná þessum markmiðum, að meiri áhersla yrði lögð á  aga í ríkisfjármálum og aðhald að rekstrarútgjöldum - ekki síst í  launaútgjöldum hins opinbera - heldur en niðurskurð fjárfestingar,  sem þeir töldu nauðsynlega til að viðhalda grunngerð og tryggja  grundvöll langtíma hagvaxtar. Loks mæltu framkvæmdastjórarnir með  því að stefnan í opinberum fjármálum yrði styrkt með  fjárlagaáætlunum til nokkurra ára í senn með skýrum útgjaldamörkum  og markmiðum um hagsveiflujafnaða niðurstöðu rekstrar.