Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Áhugaverður fundur á vegum Íslandsbanka um sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta hafið eða eflt sína sjálfbærnivegferð.

Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins fjallar um hvernig fyrirtæki geta aukið jákvætt framlag sitt og minnkað neikvæð áhrif sinnar starfsemi. Megininntak fyrirlestursins er að útvega fyrirtækjum gagnleg tól og tæki til að nota á sinni vegferð og að horfa á sjálfbærni sem tækifæri en ekki kvöð. Lausnirnar eru breytilegar eftir starfsemi, stærð og staðsetningu fyrirtækja.

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð

Árið 2021 gerðust Samtök atvinnulífsins hluti af hópi 169 framsækinna fyrirtækja, leiðtoga og stofnana sem eru aðilar að Festu.

Á heimasíðu Festu er að finna fræðsluefni um loftslagsaðgerðir.

grafík sem á stendur ‘stoltur aðili Festu

Samtök atvinnulífsins er stoltur aðili Festu.

Loftlags-Þrennan

SA unnu í samstarfi við Festu o.fl. aðila að fundaröðinni Loftslags-Þrennunni sem Sjálfbærnidagur atvinnulífsins var hluti af. Fundaröðin miðaði að því að tryggja að fyrirtæki gætu verið með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun tengda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Glasgow 1–12. nóvember.

Grafík um dagskrá Loftlags-Þrennunar

Dagskrá Loftlags-Þrennunnar