1 MIN
Tveir þriðju Íslendinga vilja þjóðarsátt á vinnumarkaði
Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að 66,3% landsmanna, eða tveir af hverjum þremur eru hlynntir því að gerð verði þjóðarsátt á vinnumarkaði, þar sem lögð yrði meiri áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en í stað þess lögð minni áhersla á launahækkanir. Tæp 17% landsmanna eru andvíg þessari leið og jafn stór hópur er hvorki hlynntur né andvígur slíkri þjóðarsátt.
Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að 66,3% landsmanna, eða tveir af hverjum þremur eru hlynntir því að gerð verði þjóðarsátt á vinnumarkaði, þar sem lögð yrði meiri áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en í stað þess lögð minni áhersla á launahækkanir. Tæp 17% landsmanna eru andvíg þessari leið og jafn stór hópur er hvorki hlynntur né andvígur slíkri þjóðarsátt.
Spurt var eftirfarandi spurningar:
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) gerð þjóðarsáttar/samnings milli stéttarfélaga, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem lögð yrði meiri áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en í stað þess lögð minni áhersla á launahækkanir