16. september 2025

Spennandi dagskrá á Ársfundi atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Spennandi dagskrá á Ársfundi atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins bjóða til Ársfundar atvinnulífsins fimmtudaginn 2. október í Silfurbergi, Hörpu. Ársfundurinn er stærsti árlegi viðburður SA og í ár ber hann yfirskriftina „Krafturinn sem knýr samfélagið“. Þar verður rýnt í hvernig útflutningur drífur áfram hagvöxt, styrkir samkeppnishæfni og skapar verðmæti – og hvernig við getum eflt þann kraft saman.

Dagskráin er einstaklega glæsileg í ár:

  • Ávarp Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SA
  • Ávarp frá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands
  • Krafturinn sem knýr samfélagið, erindi frá Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA
  • Samræður á milli forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og Baltasars Kormáks, kvikmyndaleikstjóra
  • Pallborðsumræður í umsjón Sigtryggs Magnasonar með Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Stoða, og Róberti Wessmann, forstjóra Alvotech
  • The Outsider‘s Playbook: An Emerging Agenda for Export Brands. Fyrirlestur George Bryant, alþjóðlegs sköpunarstjóra hjá Golin

Húsið verður opnað kl. 14:30 og stendur fundurinn frá kl. 15 til 17. Að dagskrá lokinni er boðið upp á léttar veitingar og tónlist.

Skráning fer fram á heimasíðu SA og við mælum með að áhugasamir tryggi sér sæti sem fyrst.

Samtök atvinnulífsins