1 MIN
Skráning hafin á Ársfund atvinnulífsins
Ársfundur atvinnulífsins, stærsti árlegi viðburður Samtaka atvinnulífsins, fer fram fimmtudaginn 2. október 2025 í Silfurbergi, Hörpu.
Yfirskrift fundarins í ár er „Krafturinn sem knýr samfélagið“ , þar sem sjónum verður beint að mikilvægi útflutnings fyrir íslenskt efnahagslíf. Fjallað verður um hvernig útflutningsstarfsemi fyrirtækja stuðlar að hagvexti, styrkir samkeppnishæfni og eykur verðmætasköpun – og ekki síður hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta sameinast um að efla þennan drifkraft samfélagsins.
Húsið opnar kl. 14:30 og hefst dagskráin kl. 15:00. Fundinum lýkur kl. 17:00, en að loknum erindum og umræðum verður boðið upp á kokteila og ljúfa tóna á eyrinni fyrir framan Silfurberg.
Skráning á viðburðinn fer fram hér á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Gestum er eindregið bent á að tryggja sér sæti tímanlega.
