19. mars 2024

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins í dag

Horfðu í streymi

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins er haldinn í dag undir yfirskriftinni Má þetta bara?

Hér má fylgjast með streymi af viðburðinum:

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi halda í dag árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni.

Tilgangur dagsins í ár er að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og hvenær er stutt í grænþvott.

Aðalfyrirlesari dagsins er Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála á Norðurlöndunum og meðeigandi Deloitte.

Samtök atvinnulífsins