1 MIN
Sigríður Margrét ræddi áskoranir í húsnæðismálum á Húsnæðisþingi
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók þátt í pallborðsumræðum á Húsnæðisþingi í síðustu viku. Yfirskrift þingsins var „Heimili handa hálfri milljón – Öflugur húsnæðismarkaður fyrir þjóð í vexti“.
Í pallborði með Sigríði Margréti voru þau Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Eygló Harðardóttir, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sigríður Margrét fór yfir þær fjölþættu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði og mikilvægi þess að verkin séu látin tala. Hún fagnaði því að komin væri fram stefna í húsnæðismálum ásamt aðgerðum. Margt í stefnunni rími vel við þær áherslur sem Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafi lagt fram í málaflokknum undanfarin ár.
Í stefnunni birtist mikill vilji til að fara í byggingarátak, sem er mikilvægt skref til að takast á við undirliggjandi framboðsvanda sem hefur fjölþætt áhrif í samfélaginu.