08. janúar 2026

Sigríður Margrét hættir sem framkvæmdastjóri SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sigríður Margrét hættir sem framkvæmdastjóri SA

Sigríður Margrét Oddsdóttir hættir sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í febrúar. Hún hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. og hefur störf hjá 16. mars.

„Samtök atvinnulífsins hafa undir stjórn Sigríðar Margrétar mótað skýra stefnu og vinna nú eftir fimm ára málefnadagatali, samtökin hafa gert langtíma kjarasamninga, byggt upp traust sambönd og átt góð samskipti við alla sína haghafa. Samtökin hafa auk þess stóreflt hagsmunagæslu sína í Brussel, fjárhagur samtakanna er sterkur og innan samtakanna er valinn maður í hverju rúmi, starfsfólk og stjórnendur sem íslenskt atvinnulíf getur verið stolt af að hafa í framvarðasveitinni,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, formaður SA.

„Um leið og við þökkum Sigríði Margréti fyrir samstarfið og góð störf í þágu samtakanna sendum við henni, Grími og Bláa Lóninu heillaóskir á þessum tímamótum.“

Samtök atvinnulífsins