26. ágúst 2025

Hvernig nýtum við Ísland í markaðssetningu?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvernig nýtum við Ísland í markaðssetningu?

Samtök atvinnulífsins boða til morgunverðarfundar í Hörpu þriðjudaginn 16. september í tilefni af endanlegri niðurstöðu dómstóls Evrópusambandsins í máli bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. Dómstóllinn hafnaði kröfum fyrirtækisins um einkarétt á orðinu Iceland sem vörumerki innan ESB.

Á fundinum verður fjallað um áhrif málsins fyrir íslensk fyrirtæki og vörumerki landsins. Sérstakur gestur er frumkvöðullinn og markaðssérfræðingurinn Gaute Høgh , stofnandi Co/PLUS í Danmörku, sem flytur fyrirlesturinn Afl upprunans. Þar ræðir hann hvernig fyrirtæki geta nýtt uppruna sinn og sérstöðu sem drifkraft í markaðssetningu og verðmætasköpun. Gaute hefur áratuga reynslu af því að byggja upp öflug vörumerki og hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Bang & Olufsen, Lego, Maersk og Norwegian, auk fjölda íslenskra fyrirtækja.

Einnig munu Brynhildur Georgsdóttir , forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, ásamt fulltrúum atvinnulífsins, fjalla um málareksturinn og helstu lærdóma af honum.

Fundurinn fer fram í Kaldalóni, Hörpu , kl. 9:00 til 10:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:30.

Þátttaka er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 12. september.

Samtök atvinnulífsins