25. nóvember 2025

Desemberuppbót 2025

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Desemberuppbót 2025

Desemberuppbót fyrir árið 2025 er kr. 110.000 fyrir fullt starf og greiðist eigi síðar en 15. desember.

Rétt til desemberuppbótar eiga þeir sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember og þeir sem hafa unnið að lágmarki 12 vikur samfellt á síðustu 12 mánuðum.

Réttur til fullrar desemberuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á almanaksárinu, 1. janúar - 31. desember, fyrir utan orlof.

Samtök atvinnulífsins