Efnahagsmál - 

08. mars 2005

Hrund Rudolfsdóttir formaður stjórnar SVÞ

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hrund Rudolfsdóttir formaður stjórnar SVÞ

Á aðalfundi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu var Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu hf. kjörin formaður stjórnar samtakanna. Hrund tekur við af Sigurði Á. Sigurðssyni, forstjóra BÚR hf., sem setið hefur í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra.

Á aðalfundi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu var Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu hf. kjörin formaður stjórnar samtakanna. Hrund tekur við af Sigurði Á. Sigurðssyni, forstjóra BÚR hf., sem setið hefur í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra.

Sérlög æðri samkeppnislögum

Í erindi sínu á fundinum fjallaði Sigurður meðal annars um samkeppnislög um starfsemi fyrirtækja annars vegar og sérlög um landbúnaðarvörur hins vegar þar sem beinlínis er mælt fyrir um markaðssamráð og verðstýringu. Þá gagnrýndi hann ósamræmi í málflutningi íslenskra stjórnvalda á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO, fjallaði um mikilvægi aukins frelsis í þjónustuviðskiptum og tilskipun ESB þess efnis, fræðslumál verslunarinnar, einkasölu ríkisins á áfengi o.fl.

Eitt atvinnuvegaráðuneyti

Þá ályktaði fundurinn að stofna bæri eitt atvinnuvega-ráðuneyti sem færi með málefni allra atvinnuvega í stað þeirra ráðuneyta sem taka til nokkurra afmarkaðra atvinnuvega.

Ályktunina og erindi fundarins getur að líta á vef SVÞ.

Samtök atvinnulífsins