1 MIN
Hagnýt ráð til að draga úr veikindafjarvistum
Þann 13. nóvember halda Samtök atvinnulífsins fund þar sem fulltrúar VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs kynna leiðir til að draga úr veikindafjarvistum. Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins og í streymi.
Ein af frumskyldum fyrirtækja er að skapa með starfsfólki heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Markmið allra fyrirtækja ætti að vera að skapa umhverfi sem dregur úr veikindafjarvistum og styður við endurkomu til starfa úr veikindaleyfi. Það eru hagsmunir allra. En hvernig gerum við það?
Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs VIRK munu kynna fyrir félagsmönnum Samtaka atvinnulífsins þau tæki og tól sem atvinnurekendur geta gripið til með það að leiðarljósi að skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan í vinnu og dregur úr veikindafjarvistum. Þá mun VIRK kynna nýja endurgjaldslausa forvarnarþjónustu sem einstaklingum og vinnustöðum stendur til boða í því skyni að auka vinnugetu einstaklinga. Farið verður yfir hagnýt dæmi á fundinum og spurningum svarað.
Fundurinn er frá 12:30 – 13:30 Í Borgartúni 35 og einnig í streymi. Fundurinn er endurgjaldslaus fyrir félagsmenn SA.