Efnahagsmál - 

16. mars 2001

Hætta á harðri lendingu efnahagslífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hætta á harðri lendingu efnahagslífsins

Hátt gengi, há laun og háir vextir vega að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, segir í ályktun iðnþings Samtaka iðnaðarins. Varað er við hættu á harðri lendingu efnahagslífsins, bíði stjórnvöld of lengi með vaxta- og skattalækkanir, á sama tíma og afkoma fyrirtækja versni og hlutabréfaverð fari hríðfallandi. Þá segir í ályktun þingsins að krónan sé of dýru verði keypt og minnt er á að 62% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins telji aðild Íslands að Evrópusambandinu efnahagslega hagkvæma. Sjá nánar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.

Hátt gengi, há laun og háir vextir vega að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, segir í ályktun iðnþings Samtaka iðnaðarins. Varað er við hættu á harðri lendingu efnahagslífsins, bíði stjórnvöld of lengi með vaxta- og skattalækkanir, á sama tíma og afkoma fyrirtækja versni og hlutabréfaverð fari hríðfallandi. Þá segir í ályktun þingsins að krónan sé of dýru verði keypt og minnt er á að 62% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins telji aðild Íslands að Evrópusambandinu efnahagslega hagkvæma. Sjá nánar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.

Samtök atvinnulífsins