Menntamál - 

10. apríl 2024

Norrænt samstarfsnet um gervigreind og færni á vinnumarkaði

Menntun í fyrirtækjum

Samstarf og samskipti

Menntun í fyrirtækjum

Samstarf og samskipti

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Norrænt samstarfsnet um gervigreind og færni á vinnumarkaði

Dagana 8-9 apríl sl. hittust fulltrúar frá norrænu samstarfsneti um fullorðinsfræðslu (NVL) í Reykjavík. Fundirnir voru haldnir í húsakynnum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

NVL er norrænt tengslanet um nám fullorðinna og norrænn vettvangur fullorðinsfræðslu þar sem athygli er beint að nýsköpun, miðlun og árangri. NVL hvetur til samræðu og þverfaglegs samstarfs á milli ólíkra tengslaneta, kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs.

Umfjöllunarefni fundanna var áhrif gervigreindar á vinnumarkaðinn með hliðsjón af færni á vinnumarkaði og hvernig hægt sé að nýta sé gervigreind t.d. í fullorðinsfræðslu á komandi árum. Verkefni hópsins er að búa til stutt myndbönd og verður lokaafurðin sýnd í Malmö í byrjun október á þessu ári.

Sjá nánar um NVL hér: Nordisk Netværk for Voksnes Læring - NVL

Sjá nánar um Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hér: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – Menntun á vinnumarkaði (frae.is)

Sjá skýrslu OECD um gervigreind og vinnumarkaðinn hér: OECD Employment Outlook 2023 : Artificial Intelligence and the Labour Market | OECD iLibrary (oecd-ilibrary.org)

Samtök atvinnulífsins