1 MIN
Kraftmikill Ársfundur atvinnulífsins

Fullt var út úr dyrum í Silfurbergi í Hörpu á Ársfundi atvinnulífsins sem haldinn var 2. október síðastliðinn. Fundurinn var að þessu sinni helgaður útflutningsgreinunum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið undirstrikað.
Dagskráin var þétt. Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði gesti við upphaf fundarins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var stödd erlendis og var ávarpi hennar varpað á tjald. Í erindi sínu fjallaði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, um mikilvægi útflutningsgreina og alþjóðaviðskipta fyrir Ísland. Í pallborði ræddu málin, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, og Róbert Wessman, forstjóri Alvotecch. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, og Baltasar Kormákur, kvikmyndagerðarmaður, ræddu sköpunarkraft atvinnulífsins við Kristjönu Arnarsdóttur. George Bryant, alþjóðlegur sköpunarstjóri Golin, flutti erindi um sókn inn á nýja markaði. Saxófóndúettinn, Saxi og Sachsi, lokuðu síðan dagskránni.
Samtök atvinnulífsins þakka öllum þeim sem komu í Hörpu eða horfðu á beint streymi frá fundinum.
Birgir Ísleifur fangaði nokkur augnablik fundarins sem má líta hér aðan neðan.








































































