1 MIN
Enn rætt um stöðugleikasáttmála
Forsvarsmenn launþega og atvinnurekenda, lífeyrissjóða og sveitarfélaga funda enn með stjórnvöldum um gerð stöðugleikasáttmála í efnahagsmálum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að kraftaverk þurfi til að samkomulag takist. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Forsvarsmenn launþega og atvinnurekenda, lífeyrissjóða og sveitarfélaga funda enn með stjórnvöldum um gerð stöðugleikasáttmála í efnahagsmálum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að kraftaverk þurfi til að samkomulag takist. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Á vef RÚV segir:
Vilhjálmur segir að boðaður niðurskurður í verklegum framkvæmdum komi mjög illa við atvinnulífið. Hann segir að viðræður verði fljótlega að hefjast um þátttöku lífeyrissjóðanna í fjármögnun verka í stað ríkisins.
Vilhjálmur segir að í mörgum tilfellum hafi menn verið komnir mjög langt með verk sem síðan hafi verið bakkað út úr. Það sé mjög óþægilegt fyrir verktaka að vera í svoleiðis stöðu.
Vilhjálmur segir mest kapp hafa verið lagt á að koma á móti opinberum framkvæmdum með þátttöku lífeyrissjóða sem geti fjárfest í þeim.
Vilhjálmur segir að þótt meiri líkur séu á samkomulagi nú en fyrir helgi sé enn mjög langt í land. Það væri kraftaverk ef allir þeir aðilar sem koma að málinu myndu ná saman.