1 MIN
Árlegur fundur norrænna vinnumarkaðstölfræðinga og hagfræðinga
Hinn árlegi fundur norrænna vinnumarkaðstölfræðinga og hagfræðinga var haldinn hér á landi dagana 23. til 25. ágúst. Að þessu sinni voru gestirnir tíu talsins og var fundurinn haldinn í Hveragerði. Meðal annars var snert á málefnum innflytjenda, skorti á starfsfólki og framþróun norræna kjarasamningslíkansins.
Fundinn sækja vinnumarkaðstölfræðingar og hagfræðingar frá systur samtökum Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndunum og ræða núverandi efnahagsástand og þær áskoranir sem samtökin standa frammi fyrir í komandi kjaraviðræðum.