Fréttir - 

11. nóvember 2025

Ný vefsíða styður vinnustaði við flokkun úrgangs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný vefsíða styður vinnustaði við flokkun úrgangs

Vefsíðan Allan hringinn var sett í loftið á dögunum með það að markmiði að aðstoða vinnustaði við að bæta flokkun úrgangs. Síðan veitir starfsfólki og stjórnendum hagnýtar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að efla flokkun á vinnustaðnum.

Efni og ráðleggingar á síðunni byggja að miklu leiti á niðurstöðum könnunar sem send var til félagsmanna SA og aðildarsamtaka.

Á síðunni má finna fjölbreytt hjálpargögn fyrir vinnustaði og er henni ætlað að vera þjónustugátt þar sem hægt er að finna allt sem þarf varðandi úrgangsflokkun á vinnustöðum. Þar má meðal annars finna tékklista þar sem fyrirtæki geta metið núverandi stöðu sína, upplýsingar um sparnaðarmöguleika með bættri flokkun og hagnýt ráð um hvernig hægt sé að hefja eða bæta úrgangsflokkun á vinnustaðnum.

Samtök atvinnulífsins