Menntamál - 

19. janúar 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntadagurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og er vissara að skrá þátttöku tímanlega til að tryggja sér pláss.

undefined

Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10 en kl. 10.30-12 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða daginn í heild.

Einnig verður boðið upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en þar geta stjórnendur m.a. fengið greinargóðar upplýsingar um hvernig hægt er á einfaldan hátt að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks til að efla það í leik og starfi.

DAGSKRÁ

8.30 Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins.

Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.

Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE.

Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.

Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

undefined

Frá afhendingu menntaverðlauna atvinnulífsins 2015. Marel var valið menntafyrirtæki árins og Síldarvinnslan á Neskaupstað menntasproti ársins.

10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

10.30 Menntastofur samtaka í atvinnulífinu.
SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina.

Menntastofa SAF

Menntastofa SI

Menntastofa SFF

Menntastofa SVÞ

Menntastofa SFS

Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan – sjáumst!

undefined

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins